VALMYND ×

Comeniusarverkefni í 10. bekk

Í vetur vinnur 10. bekkur G.Í. að Comeniusarverkefni í samstarfi við skóla í Rúmeníu, Portúgal, Kýpur og Póllandi. Yfirskrift verkefnisins er: All different, all the same, Europe‘s children!

Verkefninu verður hrundið af stað á Evrópska tungumáladeginum 26. sept. og unnið jafnt og þétt allan veturinn. Áhersla verður á ýmiss konar samskipti, gagnkvæmar heimsóknir og samskipti á netinu og fara öll samskipti fram á ensku.

Nánari upplýsingar varðandi þetta verkefni er að finna á heimasíðu 10. bekkjar.