VALMYND ×

Daglega lífið

6.bekkur í útivist
6.bekkur í útivist
1 af 5

Þrátt fyrir grímuskyldu, fjöldatakmarkanir, sóttvarnarreglur og hvað allt heitir, þá gengur lífið sinn gang hér hjá okkur. Krakkarnir eru ótrúlega duglegir þrátt fyrir allt og reyna kennarar að brjóta upp daginn og njóta útiveru og samveru sem best. Verkgreinar hafa legið niðri að mestu leyti, þar sem nemendur mega ekki fara inn í verkgreinastofur, á milli sóttvarnarhólfa. Verkgreinakennararnir brugðu þá á það ráð að láta nemendur hanna borðspil frá grunni og útfæra á eigin hátt. Það tókst ljómandi vel og á meðfylgjandi myndum má sjá 5.bekk spila eigin útgáfur.