VALMYND ×

Karma Íslandsmeistari í skólaskák

Karma Halldórsson Íslandsmeistari (lengst t.v.) ásamt öðrum efstu keppendum. Mynd:skak.is
Karma Halldórsson Íslandsmeistari (lengst t.v.) ásamt öðrum efstu keppendum. Mynd:skak.is

Íslandsmótið í skólaskák fór fram um helgina í Brekkuskóla á Akureyri. Karma Halldórsson, nemandi í 4.bekk G.Í. gerði sér lítið fyrir og sigraði í 1.-4. bekk og er því Íslandsmeistari í þeim flokki. Hann vann allar sínar skákir, alls 11 talsins sem telst stórkostlegur árangur, ekki síst miðað við litla keppnisreynslu hans. Við óskum Karma innilega til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn.

Þess má til gamans geta að þetta er annar Íslandsmeistari G.Í. á aðeins þremur vikum, en þann 18.apríl sló Saga Björgvinsdóttir Íslandsmet í hreystigreip í Skólahreysti. Algjörlega frábær árangur hjá þessum flottu fulltrúum skólans!

Deila