VALMYND ×

Gjöf frá Kvenfélaginu Hlíf

Kvenfélagskonurnar þær Jóna Símonía Bjarnadóttir, Sigurrós Sigurðardóttir, Alma Björk Sigurðardóttir og Anna Karen Kristjánsdóttir, ásamt Guðlaugu Jónsdóttur heimilisfræðikennara, Höllu Magnadóttur deildarstjóra, Írisi Ösp Heiðrúnardóttur textílkennara og Kristjáni Arnari Ingasyni skólastjóra.
Kvenfélagskonurnar þær Jóna Símonía Bjarnadóttir, Sigurrós Sigurðardóttir, Alma Björk Sigurðardóttir og Anna Karen Kristjánsdóttir, ásamt Guðlaugu Jónsdóttur heimilisfræðikennara, Höllu Magnadóttur deildarstjóra, Írisi Ösp Heiðrúnardóttur textílkennara og Kristjáni Arnari Ingasyni skólastjóra.

Í dag komu fulltrúar frá Kvenfélaginu Hlíf á Ísafirði, færandi hendi í skólann. Félagið gaf skólanum tvær saumavélar, tvær overlock saumavélar og fjóra handþeytara, til kennslu í textílmennt og heimilisfræði. Með gjöfinni vill félagið þakka hlýhug og velvild í sinn garð í gegnum tíðina og efla verkgreinakennslu í skólanum.

Við þökkum Kvenfélaginu Hlíf kærlega fyrir þessar rausnarlegu gjafir og stuðning í gegnum árin.

Deila